Aðalfundur FHR fór fram 12. apríl sl. og var þá kosin ný stjórn. Í stjórn félagsins sátu 5 heilbrigðisritarar en samþykkt var lagabreyting sem fráfarandi stjórn lagði til um að fjölga stjórnarmeðlimum í 7 heilbrigðisritara.
Aðalfundur FHR fór fram 12. apríl 2016 og var þá kosin ný stjórn. Í stjórn félagsins sátu 5 heilbrigðisritarar en samþykkt var lagabreyting sem fráfarandi stjórn lagði til um að fjölga stjórnarmeðlimum í 7 heilbrigðisritara.
Fráfarandi stjórnarmenn eru Guðríður Guðbjartsdóttir, formaður til 11 ára, Anna María Sampsted, varaformaður til 11 ára og Sigríður Ástvaldsdóttir, ritari til 5 ára.
Vill nýja stjórnin þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf. Sérstakar þakkir færum við Guðríði fyrir farsælt og ötult formannsstarf í þágu félagsins.
Í stjórn FHR sitja nú:
Íris Edda Jónsdóttir formaður, Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir varaformaður, Aðalheiður Þorkelsdóttir gjaldkeri, Matthildur Birgisdóttir ritari, Ástríður Sigþórsdóttir umsjónarmaður félagatals og heimasíðu, Lovísa Guðmundsdóttir meðstjórnandi og Sigríður Jóhannsdóttir meðstjórnandi