Lífeyrissjóðsmál - spurt og svarað
Breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna taka gildi í byrjun júní 2017. Til að auðvelda félagsmönnum að skilja út á hvað breytingarnar ganga hefur BSRB tekið saman svör við algengum spurningum um málið.
Þar er til dæmis svarað spurningum á borð við:
- Hvað þýðir annarsvegar jöfn ávinnsla réttinda og hinsvegar aldurstengd ávinnsla réttinda?
- Skerðast lífeyrisréttindi núverandi félagsmanna í A-deildum LSR og Brúar?
- Af hverju verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár?
- Hvenær verða laun á opinberum- og almennum markaði jöfnuð?
Hér má finna tengillinn inn á síðu BSRB um lífeyrissjóðsmálin.
Athugið að spurningarnar og svörin eru sett fram með fyrirvara þar sem fjármálaráðherra hefur ekki enn staðfest samþykktir LSR og Brúar.