Um FHR

The control has thrown an exception.

Um FHR

Félag heilbrigðisritara er fagfélag sem stofnað var 31. maí 2005

Félagið stendur fyrir opnum fundum fyrir félagsmenn og vinnur að bættum hagsmunum þeirra, bæði hvað varðar menntun og kjör.

Upplýsingar um starfssvið og starfsvettvang heilbrigðisritara
 
Starfsvettvangur heilbrigðisritara er á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, læknastofum og hjá einkafyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Þeir vinna náið með öðrum fagstéttum og eiga samskipti við sjúklinga, aðstandendur, samstarfsfólk, sjúkradeildir og aðrar stofnanir. Heilbrigðisritarar vinna við móttöku skjólstæðinga/sjúklinga. Einnig starfa þeir við ýmiss konar skrifstofustörf á heilbrigðissviði. 
Heilbrigðisritarar sinna sjúklingabókhaldi, ganga frá sjúkraskrám, sinna símsvörun og ýmiss konar umsýslu og skráningu gagna. Heilbrigðisritarar taka niður beiðnir og koma áleiðis til réttra aðila, t.d frá heimakjúkrun, læknavakt, stoðdeildum, og aðstandendum, undirbúa teymisvinnu, og gera dagsáætlanir. 
Þeir kalla inn sjúklinga af biðlista, panta ýmsar rannsóknir og þjónustu fyrir sjúklinga og taka á móti rannsóknarsvörum. Heilbrigðisritarar taka þátt í starfsmannabókhaldi og skráningu vaktaáætlana, senda gögn, ljósrita og eyða gögnum. Heilbrigðisritarar hafa þekkingu á verklagsreglum varðandi pantanir og vörustjórnun. Þeir sinna reikningshaldi, uppgjöri og sjá um að senda út reikninga. 


 
Fastir liðir í félagsstarfinu
 
Stjórnarfundir haldnir reglulega.
Kynningar í samvinnu við Landspítala á starfi heilbrigðisritara fyrir dagskólanemendur á heilbrigðisritarabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Fulltrúar stjórnar mæta við útskriftir og færa nemendum gjafir.

Trúnaðarmaður Sameykis fyrir hönd Félags heilbrigðisritara er Braghildur Sif Matthíasdóttir