býr yfir samskiptafærni til að geta átt samskipti við ólíka einstaklinga með ólíkar þarfir og getur tekist á við erfið samskipti,
þekkir siðareglur, sýnir siðferðisvitund og gætir þagmælsku í störfum sínum,
býr yfir góðri tölvukunnáttu og kann að nota ýmis sérhæfð forrit sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum við gerð vaktaáætlana og sjúklingabókhalds,
hefur þekkingu á varðveislu upplýsinga, skráningakerfum og upplýsingaleit,
hefur þekkingu á skjalavörslu og tölvuskráningu,
þekkir verklagsreglur sem varða pantanir og vörustjórnun,
er fær um að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og geta forgangsraðað verkefnum eftir því sem við á,
hefur tileinkað sér fagmennsku og vinnur samkvæmt þeim gæðaviðmiðum og lagareglum sem um störf hans gilda,
þekkir þau lög og reglugerðir sem viðkoma starfi og starfsvettvangi og getur veitt almennar upplýsingar er varða þjónustu og/eða úrræði,
vinnur eftir gæðaviðmiðum/gæðahandbók, þekkir vinnuvernd og öryggisferla á vinnustað og er fær um að veita skyndihjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum og
er fær um að tileinka sér nýjungar í starfi og er meðvitaður um mikilvægi þess.